Cydonia: Marsiah

Cydonia: Marsiah er saga fjögurra geimfara og löngun þeirra til að þróast umfram mannkynið. Stutt verk um sköpun, heimþrá, umönnun, ótta og kynni mannsins við æðri verur. Hvað er að vera manneskja og getum við misst tökin á því sem gerir okkur mennsk?

Ljóðræn sýning sem deilir abstrakt pælingum um takmörk og stefnu mannkynsins. Innblásin af nýlegum markmiðum geimstöðva um búsetu á Mars.

Verið velkomin til hinnar fjarlægu Cydonia, þar sem fullkomna pósthúmaníska veran er í þá mund að koma í heiminn.

Cydonia: Marsiah kom til Íslands árið 2013 og var sýnd samhliða tveimur öðrum verkum í sýningunni Þríleikur. Sýningin samanstóð af þremur 20 mínútna stuttverkum, og gegndi mikilvægu hlutverki í þróun stíls leikhópsins, en Þríleikur virkaði sem ákveðið próf á jaðarleikhúsverkum hópsins og mörkum þeirra. Þríleikur (Me... Whilst Being Humane, Cydonia: Marsiah og Phew: Kisuleikur) ferðaðist frá Lundúnum til Íslands í gegnum stuðning Rose Bruford College Jubilee Fund.

HÖNNUÐIR
Leikstjóri
Eva Sólveig
Ljósahönnun
Michael Corcoran (Lundúnum)
Sindri Þór Hannesson (Íslandi)
Hljóðmynd
Miles Henry
Sviðsmenn
Carrie Hitchman (Lundúnum)
Ásta Guðrún Sigurðardóttir (Íslandi)

LEIKARAR
Edward Boott (Lundúnum)
Sunna Dís Hjörleifsdóttir (Íslandi)
Karl Melberg (Íslandi)
Bergdís Júlía Jóhannsdóttir (Lundúnum og Íslandi)
Anna Korolainen (Lundúnum og Íslandi)
Finlay McFarlane (Lundúnum og Íslandi)
Ási Logason (Lundúnum)
Eva Sólveig (Lundúnum og Íslandi)
Styrktaraðili
Rose Bruford Jubilee Fund