Leikhópurinn Spindrift samanstendur af fjórum norrænum leik og listakonum. 

Við einbeitum okkur að nýsköpun í leikhúsi. Við sköpum út frá forvitni leikaranna um lífið og mannlega hegðun í gegnum samvinnu við ólíka einstaklinga í von um að örva umræður jafnt innan sem utan leikhússins. 

Í janúar hefjum við formlega næsta verkefni, Menn (vinnutitill), í Helsinki. 

Sem fjórar leikkonur höfum við áhuga á að komast að karllægum reynslum í kringum okkur sem við sem konur höfum kannski ekki gert okkur grein fyrir. Hvað er það að vera karlmaður?

Með verkinu skoðum við hvernig hægt er að tjá sannar reynslusögur sem falla út fyrir eigin líkamlegar reynslur flytjenda á sviði.

Eftir margra mánaða einstaklingsbundinn undirbúning í Evrópu og Norður Ameríku erum við spenntar að hefja störf saman í Finnlandi í gegnum stuðning Kulturkontakt Nord. Í Helsinki munum við vinna við Alppila kirkjuna og Villa Salin, sem er rekin af Feminist Association Unioini. Við munum einnig halda fyrirlestur um jafnrétti í líkamlegum leikhúslistum við Maikki Friberg heimilið, sem er partur af samstarfi Feminist Association Unioni með Women's Open University. 

Einnig munum við halda áfram með vinnustofuna okkar The Performer and the Self við Ilmaisukellari, sem verður haldin í samvinnu við samband finnskra leikara.