Þýðingu, takk!

Þrjú gagnvirk götuleikhúsverk sem voru sett upp á Symposium vikunni við Rose Bruford College árið 2013. Verkin snerust um ólíkar sjálfsmyndir, þátttöku og leiki.

Á miðvikudeginum var “Þýðing sjálfsins,” en þar var einstaklum boðið að tjá sig á hvern þann hátt sem þeim þótti skemmtilegastur innan krítaðs hrings, eftir að hafa skrifað stutta lýsingu um sjálf sig á blað og límt við bekk. Spuni þátttakenda var tekinn upp og gerður að myndbandi við einstaka tóna Duran Duran.

Síðasti gjörningurinn var “Notaleg tungumálaþýðing” þar sem þátttakendum var boðið upp á te og kökur, auk þess að klæða sig í dömu- og herralega búninga og skart. Á meðan var hlustað á upplestur leikara og þátttakenda úr alþjóðlegum orðabókum.